miðvikudagur, október 29

Langur dagur....

púff loksins búin í þessari próftörn :)
ég var mikið búin að pæla í hvað ég ætti að gera af mér eftir prófið í morgun. ég ætlaði allvega að gera eitthvað sem krafðist lítillar hugsunar og væri auðleyst.

Mér fannst stórhreingerning heima hjá mér vera prýðis góð hugmynd og hafði aldrei fyrr hlakkað til að þrífa.
þarna var ég komi í ljóta íþróttagallann og í þann vegin að fara troða mér í gúmmihanskann þegar síminn hringir, þá er það elsti bróðir minn. hann sagði mér raunar sögu sína, um að "litli sæti" villingurinn hans (6 ára) væri víst sárlasin og vildi hann endilega leyfa mér að koma og hjúkra greyinu, auðvitað jánkaði ég því, en horfði með löngunnar augum á skúringarhanskana.
þar fóru rólegheitinn og hugarhreinsunin fyrir lítið.
ég var varla komin innum útidyrnar í Grafavoginum þegar villingurinn mætir "sárþjáður" á náttfötunum “ég er veikur� sagði hann og brosti út af eyrum með fullan munn af sælgæti týpískt pabbi að passa. ekki er svona gaman þegar ég er veik. ekki leið á löngu fyrr enn að ég heyri í Birgittu Haukdal syngja af öllum krafti inn úr einu herberginu þannig að húsið nötraði sem og svefnlausi hausinn minn. hvað er ég búin að hafa mig út í. einhvern vegin náði ég að semja við hann um að lækka, í staðin þurfti ég að leyfa honum að elda. jæja best að setja upp svuntuna og góða skapið og syngja bara með henni Birgittu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home