miðvikudagur, apríl 12

"ógeðslegt" eða "óreiða"?

Er að lesa ansi merkilega grein eftir Mary Douglas um að ekkert sé í sjálfri sér skítugt eða ógeðslegt, heldur séu hlutir staðsettir á röngum stað samkvæmt félagslegukerfi okkar.

Það er til dæmis ekkert skítugt við að hafa mold í blómapotti, hins vegar teljum "við" mold merki um óhreinindi þegar hún er til dæmis upp í rúmi eða á matardisknum okkar.
- Sem sagt ef einhver dettur í forarpitt getur sá hin sami sagt að hann sé allur í óreiðu!

Ekki hvarlaði að mér að það sé svona áhugavert að stúdera hreinlæti og drasl!

1 Comments:

At 11:42, Anonymous Nafnlaus said...

Æi leiðist þér greyið.. hehe

 

Skrifa ummæli

<< Home