miðvikudagur, apríl 19

ég nennti ekki heim eftir að hafa hangið yfir bókunum á hlöðunni í allann dag, þannig ég fór með Tinnu og Atla á ljóðakvöld á cafe Rosenberg

mörg skemmtileg en misjöfn ljóð og smásögur.
Í hléinu spilaði svo ung stelpa sem kallar sig Lay Low og hún var svona rosa góð!!

tékkið á henni hérna

en mikið hlakka ég til þegar reykingarbann verður komið á á opinberum stöðum. Ég er orðin hálf þunn eftir alla þessa reykmettun

3 Comments:

At 11:20, Anonymous Nafnlaus said...

Mikið er ég sammála þér með reykingabannið..Get bara ekki beðið eftir því :D En vildi óska þér Gleðilegs sumars svona í tilefni dagins..Veit að þú munt eyða deginum í lestur eins og ég :S En jæja..Gott gengi og sjáumst..

 
At 22:35, Blogger Einar Steinn said...

Ég veit ekki nema að ég myndi sakna reyksins á Mokka, þó ég reyki ekki sjálfur. Það er bara einhvern veginn hluti af andrúmsloftinu....

 
At 11:23, Blogger Erna María said...

ekki sakna ég hans, þó ég hafi sjálf reykt á sínum tíma.

ef maður veltir fyrir sér hversu mikið ógeð þetta er, þá finnst manni þetta hvorki kósý né notalegt.

 

Skrifa ummæli

<< Home