fimmtudagur, maí 18

Núna er ég loksins hætt að geyspa enda búin að borða óhóflega af súkkulaðihúðuðum kaffibaunum og því komin með koffín skálfta.

ég verð sem sagt að megninu til á næturvöktum í sumar. Ekki út af því að mér finnst svona gaman að vaka á nóttunni heldur vegna þess að ég hef ekki efni á að vinna hérna á sambýlinu nema ég taki þeim mun fleiri næturvaktir!

Ég hefði svo sem geta farið að leita að einhverri nál í heystakk til að finna vel launaða 8 til 4 vinnu sem hæfir minni menntun. En ég kaus frekar að halda mér við það sem mér líkar og fá aðeins lægri laun.
-fæ mér bara betri vinnu á næsta ári, enda þá vætanlega orðin mastersnemi ;)

Annars er ágætt fyrir tossa eins og mig að nota næturvaktirnar að klára verkefni sem komin eru á deadline.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home