þriðjudagur, október 12

Lykjaþjófurinn ægilegi......

Ég veit ekki hvað er málið með mig og bíllykla? en alla vega mæli ég með að fólk haldi bíllyklunum sínum í góðri fjarlægð frá mér og þá helst niðurgrafna einhver staðar!!

Núna tvo seinustu daga hefur mér tekist að stela tveimur bíllykum (og reyndar húslyklum líka).

Fyrra skiptið var ég að fara að sækja frystukistuna mína í Bykó. En þar sem ég var svo pirruð yfir því að hún var ekki til!! (en samt búin að borga fyrir hana) æddi ég af stað í Elkó aftur með bíllykla sem ég hafði tekið frá einhverjum saklausum nissan eiganda í Bíkó (og ég var ekki einu sinni keyrandi sjálf) en studdu seinna áttaði ég mig á því og skilaði greyi konunni lyklana sína (hún komst náttúrulega ekkert í burtu þar sem hún vissi ekki hvað ég héti nei neinn annar þarna)

ég græddi þó helling á því að frystukistunni minni hafði óvart verið selt einhverjum öðrum því ég náði að tala sölumanninn til að láta mig frá aðra frystikistu sem var 10.000 kr dýrari en sú sem ég hafði borgarð fyrir
$$$$ þetta gerir alveg 20 bjórar á barnum ;)


En svo gerði ég aðal skandallinn í dag og efast ég um að Sandra muni nokkuð fyrirgefa mér (enda held ég mér bara í Odda að læra til 23.00)

Ég er s.s. búin að vesenast með tv0 bíllykla í vasanum í dag. Ég hef s.s. tekið bíllyklana hennar Söndru (sem og húslyklanna) með mér í skólann í dag og áttaði ég mig ekki á því fyrr en ég var að reyna að troða þeim í skráargatið þegar ég var búin í skólanum kl 15.00
Undraði ég mig samt á því afhverju Sandra var ekkert búin að hringja í mig!?! En þá hafði ég gleymt að taka símann með mér í skólann. svo ég keyri á öðru hundaðinu heim á Nesveginn óttasleginn yfir viðbrögðum Söndru þar sem hún hefur ekki komist í skólann á bílnum og hefur þar að auki ekki geta læst neinu.

Ég verð að baka handa henni köku á morgun og nudda á henni tærnar í þrjár vikur eftir að ég lét hana labba í skólan!! kannski hún fari þá að mildast eitthvað!?!

Hvaða lyklum ætli ég nái að stela á morgun!?!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home