jafnrétti?!
Las merkilega grein í DV í dag um mann sem vill ekki að konan sín yrði kærð fyrir að stinga sig í bakið, segir hann að “ég hlýt að hafa móðgað hana”. Hann segist hafa fyrirgefið henni verknaðinn, sem hafi verið framinn undir áhrifum, og vill að þau fái að vinna úr sínum málum sjálf.Hvar er femenistar núnar!?!
Ef þessu máli yrði snúið við og maðurinn hefi stungið konuna sína þá væri allt vitlaust! Það væri löngu búið að draga konuna í burtu og koma henni fyrir í kvennaathvarfinu, og líklegast búið hengja manninn upp á eistunum í næsta ljósastaur!
Ekki það að ég sé neitt á móti aðgerðum feminista heldur, virðast þeir ansi oft standa bara öðru meginn við jafnréttislínuna.
Ég held að það sé ekki rétt að einblína of mikið á að stilla kvennfólki upp og auglýsa þær sem fullgilda aðila í samfélaginu (sem þær eru jú auðvitað) heldur þarf að leggja meiri áherslu á að styrkja stöðu fólks sem einstaklinga ekki sem “hann” eða “hún”!
En aðferðir til að auka jafnrétti er aldrei auðveldar og einhverstaðar verður að byrja, og læra svo af því!
Ég er alla vega dyggur stuðningsmaður þess að leggja niður kyn sem frumbreytu!!!!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home