sunnudagur, september 11

"Út og innum gluggan...."

Gömul bekkjasystir mín bauð mér ég í partý til sín í gær. Leyst mér bara vel á það, gaman að hitta nokkra skagfirðinga aftur. Þar sem þetta var innflutningspartý hugsaði ég með mér að ég þyrfti að taka með mér einhverja innflutningsgjöf. þar sem að hún er ekki beint týpan sem maður gefur kertastjaka eða blóm, fannst mér snilldar hugmynd að gefa henni skotglös, og fannst mér ennþá betri hugmynd að gefa henni hlaupskot. Ég hafði reynar ekki hugmynd um hvernig ætti að búa til hlaupskot, en lét ég það ekki stoppa mig ferkar en venjulega, "iss er ekki bara helmingur áfengi á móti helmingi af vatni?". svipurinn á partýgestunum þegar þeir byrjuðu að háma í sig hlaupið benti til þess að þetta var heldur gróflega blandað! en var þessu öllu skolað niður með c.a 10 glösum af Magaríta sem partíhaldarinn hamaðist við að blanda, og á innan við 10 mínútum voru allir orðnir vel hífaðir :)

Þegar hávaða var komin yfir öll leyfileg mörk var fólki sópað niður í bæ, þar tók við ennþá meiri drykkja. Veit ekki alveg hvað er sniðugt við það að geta látið skrifa hjá sér á barnum, ætli ég fái nokkuð útborgað!
En mesta snilldinn við þetta kvöld er að hafa staðið aftast í röðinni á Hressó og nýja bestavinkona mín hleypti inn um gegnum gluggann!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home