mánudagur, nóvember 3

Alcoholfrí helgi


Ég ákvað að hafa helgina alcoholfría. Þar sem að ég hef verið heldur dugleg að fá mér í glas undanfarið. Þá er það bara sjálfsaginn!

Föstudagskvöldið var eintómt vesen og misskilningur.
Ekki er skipulag alltaf af hinu góða, púff!
Ég og vinkonur mínar (Vala, Guðfinna, Solveg og Tinna) vorum búnar að plana að fara í opnunarpartý í kringlunni og þaðan á Hard Rock til að fylgjast með Idol og fá okkur eitthvað gott að borða.
Við fórum sem sagt í þetta Partý sem var í tilefni þess að Park var opnað á 3. hæð í Kringlunni. Ég var nú allann tímann meðan ég var þar að velta fyrir mér hvers vegna ég væri nú stödd þarna? komst samt aldrei að neinni niðurstöðu um það heldur var haldið niður á næstu hæð, á Hard Rock og brá mér heldur betur því þar var Halloween partý (enn eitt dæmið um útbreiðslu USA) og sjá ég hina ýmsu kynjaverur. Eftir langa bið og vesen komumst við að því að borð sem áttu að vera frátekinn fyrir okkur voru upptekinn og í sárabætur fengum við sæti við borð upp í efri hæðinni ásamt c.a. 25 BÖRNUM!! og litlu sjónvarpi. Við vorum nú ekki alveg að samþykkja þetta og ákváðum við af sleppa heldur Idol og eiga þægilega stund á Eldsmiðjunni enda orðar glorsoltnar. Eftir átið var haldið á Kaffi List. Þar drukkum við kaffi og ákváðum að djamma ekkert þetta kvöld (allavega að minni hálfu), en eitt leiddi af öðru og vorum við stuttu síðar komnar inn á Sólon.
Þvílík Úlfahjörð var þar saman komin!!!! Við vorum varla komnar inn þegar við heyrðum hróp og köll og okkur boðið sæti. Ég gat nú ekki betur séð en að flestir þessir úlfar voru með hringa!!!! jæja við hunsuð þá bara af bestu getu fengum okkur meira kaffi og fórum svo stuttu seinna á Hverfisbarinn. Hann var fullur af verkfræðinemum sem voru að koma úr árlegri haustferð. Og var rosa stemming þar, fórum samt sem áður stuttu seinna á Felix hittum þar nokkra góða vini og dönsuðum við nokkur lög sem mjög svo furðuleg hljómsveit spilaði!! fórum á rúntinn og svo heim sæl og glöð yfir góðum endi á góðu kvöldi alcoholfríu.

� dag fíla ég:

- Kaffi List
- Eldsmiðjuna
- Vinkonur mínar
- svört og hvít föt
- Hverfisbarinn
- Nýja heimasímann minn
- Mánaðarmót
- SPSS (forritið)
- Góðan endir

Ég dag fíla ég ekki:

- Vesen
- Óskipulag
- Hard Rock
- Perra!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home