mánudagur, mars 14

Profile fyrir draumaprinsinn

Þar sem ég hef ekkert í heiminum skárra að gera á næturvöktum annað en að gera ekki neitt, þá ákvað ég að gera profile fyrir draumaprinsinn.

Ansi merkileg hlutföll á milli flokka

(Bara ef persónueinkenni væri eins augljós og útlitseinkenni!)

Herra fullkominn:

Persónueinkenni (40 atriði)
1. metnaðargjarn
2. framsækinn
3. félagslyndur
4. jákvæður
5. geðgóður
6. raunsær
7. kappsamur
8. duglegur
9. barngóður
10. frumkvæðin
11. sjálfbjarga
12. tillitsamur
13. hjálpsamur
14. snyrtilegur
15. lífsglaður
16. ævintýragjarn
17. söngelskur
18. gáfaður
19. finnst flestir allir hlutir merkilegir á sinn hátt
20. traustur
21. lífsreyndur
22. hliðhollur
23. rómantískur
24. bólfimur
25. húmor
26. sveigjanlegur
27. orðheppinn
28. hugsuður
29. víðsýnn
30. fórnfús
31. hljóðfærafær
32. opinn
33. kurteis
34. handlaginn
35. hreinskilinn
36. brosmildur
37. hagsýnn
38. úrræðagóður
39. nautnaseggur
40. hvatvísÞekking/áhugamál (15 atriði)
1. Hestar
2. Charles Darwin
3. Sigmund Freud
4. Jazz, klassík
5. Pólitík
6. Kettir, hundar
7. Orðsifjafræði
8. B. F. Skinner
9. Börn
10. Marilyn Monroe
11. söngvamyndir
12. spil, leikir
13. Ella Fritsgerald, Louis Amstrong, Billy Holliday,
Frank Sinatra,
14. tölvur, internet
15. lifandi vísindi

Útlit (10 atriði)
1. hávaxinn
2. Dökkhærður
3. þrekvaxinn/sterklegabyggður
4. grófar hendur
5. ákveðið göngulag
6. uppréttur
7. smekklega klæddur
8. með lubba
9. aðlaðandi augnaráð
10. djúpraddaður

annað (3. atriði)
1. Á LAUSU!!!!!!
2. karlmaður
3. 23 til 30 ára

Ef það vill svo ótrúlega til að þú passir við öll uppgefin atriði eða þekkir einhver sem svo gerir, ENDILEGA láttu mig vita!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home