Aumingja ég!!
Ef það er eitthvað sem ég þoli ekki í fari fólks þá er það sjálfsvorkunn!!En í dag (eða réttara sagt nótt) vorkenna ég sjálfri mér óbærilega mikið!!
1. lagi
tók að mér að vinna sunndagskvöldvakt (þar sem að “enginn” annar “gat” það) og þar með missti ég af því að fara frítt í leikhús!!
2. lagi
veiktist sú sem átti að taka næturvaktina og þar sem að “enginn” annar “gat” tekið hana, sagði ég “ok þá”. Nú verð ég sem sagt að vinna í 17 tíma eða frá 15.30 til 09.00!
3. lagi
ég er komin í vítahring lærikæruleysis! Ég læt einhvern veginn alltaf lærdóminn víkja fyrir öllu öðru!!
4. lagi
enginn er búin að bjóða mér í páskamatinn!! Mamma og pabbi verða á spáni eins og vanalega!! Kannski sér einhver bræðra minna sóma sinn í því að sinna siðferðislegri skyldu sinni í að passa litlu systur
5. lagi
ég get ómögulega skilið af hverju ég má ekki kaupa allt sem mér langar í!!!
6. lagi
það er hundleiðinlegt í sjónvarpinu!!
7. lagi
nettengingin er svo hæg og gömul hérna í vinnunni að hún ætti best heima í Árbæjarsafninu! Tölvan fraus við að fara á msn!!!
8. lagi
en það versta við allt er að ég get ómögulega leyft mér að veltast upp úr sjálfsvorkunn minni, því hún á í raun engan veginn rétt á sér!!! Maður er sinnar eigin gæfusmiður!! Og ég á nú bara að vera þakklát fyrir það sem ég hef!!
Ég óska þess samt að það kæmi einhver á hvítum hesti og ynni fyrir mig í nótt!!!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home