laugardagur, maí 28

Sveitin og börnin eru yndisleg en...

nú er ég búin að vera í viku í tvöföldu móðurhlutverki.

Annars vegar er ég að passa tvö börn fyrir bróðir minn meðan hann er á Ítalíu, Þau Guðlaug Rós 4 ára og Eymund Óla 2 ára. þau eru bæði yndisleg, en klára algjörlega mína orku.

Hins vegar þá hef ég líka þurft að sinna hlutverki móður minnar þar sem að hún braut á sér öklann. Hún er ofur dugleg kona og þarf helst að vera í öllu og gera allt, hún er líka með örfárar kindur og hef ég þurft að taka við sauðburðinum, m.a. bólusett nýfæddu lömbin. þá kom það sér nokkuð vel að hafa séð alla ER þættina, fannst svolítið kúl að slá loftbólurnar úr strautunni áður en ég sprautaði lömbin, en mér fannst samt frekar erfitt að meiða sætu og saklaus lömbin. svo gerðist ég mikil hetja (að mér fannst) að marka lömbin. skelfilegt að þurfa klippa hálft eyrað af þessum greyjum að vera allur útataður í blóði.

ég kvarta samt ekkert, eiginlega bara gaman að komast aðeins í snertingu við sveitarrómantíkina, rölta í kvöldblíðunni þegar ég er búin að svæfa börin og athuga hvort sé ekki lagi með allt og alla.

þó ég ferð fegin að komast aftur suður þar sem ég þarf bara að hugsa um sjálfan mig og geri hlutina þegar ég vil gera þá, þá mun ég held ég sakna þess að vera "mamma".

merkilegt hvernig maður getu lífað ólíkum lífum, erilsama húsmóðirinn og bóndi, tveggja barna móðir og sídjammandi háskólaneminn.

held samt að ég kjósi að vera sídjammandi háskólanema svolítið lengur!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home