mánudagur, nóvember 3

laugardagskvöld í barnapössun

Laugardagurinn byrjaði frekar seint. ætlaði mér að fara í kringluna og eyða peningum í tilefni mánaðarmóta en svo þegar ég var á leiðinni út hringdi Anna María mákona mín og sagði mér að klukkan væri orðin of margt fyrir búðarráp þar sem að hún væri orðin 16:00. mér alveg brá!! hvað var ég eiginlega búin að gera allann daginn?? þannig að ég hispaði mér saman og dreif í að læra þar sem að ég var búin að lofa mér í að passa 3 frænkur mínar þetta kvöld. og var bara nokkuð gaman að passa börn aftur var að detta úr æfingu eftir að ég flutti suður. eftir að hafa sagt söguna um kiðlinginn sem kunni að telja. og sungið allar vögguvísur sem ég mundi eftir söfnuðu gellurnar. horfði á Lord of The Rings, The Twin Towers. Fór ég heim að sofa og dreymdi allskonar vitleysu um hvernig væri skynsamlegast að bjarga heiminum.

� dag fíla ég:

-Lord of The Rings
-Litlu frænkur mínar
-Cesaria Evora
-Nýju flísvettlingana mína
-Pepsi Max
-Doritos
-sjálfsagan minn
� dag fíla ég ekki:

-skammdegið (ruglar tímaskynjun)
-Kuldann úti
-uppsafnað uppvask

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home