föstudagur, febrúar 6

Ég er nú kannski ekkert hissa á því að göturnar sem ég er að bera út í hafi verið lausar, þar sem að það eru minnst 1 hundur við hverja póstlúgu. Hundarnir líta eflaust á mig sem ægilegt rándýr sem sé að koma að éta húsbónda þeirra og fréttablaðið sem stórkostlega ógn sem þurfi að TORTÍMA og ráðast þeir í bókstaflegri merkingu dyrnar, ég bíð bara eftir því að þeir nái að naga sig í gegnum þær!!!

Persónulega finnst mér þetta vera drep fyndið sérstaklega þegar ég sé pínuponsu litla hunda hamast við að reyna að ná að hoppa upp í lúguna og gelta af öllum lífsins krafti til að fæla mig í burtu. En þegar þeir eru risastórir og stara í augun á mér, er mér ekki alveg eins sama!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home