þriðjudagur, febrúar 3

Togstreita blaðberans

Úff það er ekki auðvelt að vera blaðberi....

Í hvert einasta skipti sem klukkan hringir kl 5. birtist litill ljótur púki á öxlina á mér hvíslar í eyrað á mér að ég eigi bara að segja upp þessari skrambans vinnu og halda áfram að sofa. Hvers vegna ætti ég að bera út blöðin til sofandi nágranna minna fyrir skítalaun?!!
Þegar mér tekst svo að ná mér upp úr svefnmókinu og er farinn að leita að símanúmerinu hjá Fréttablaðinu, þá "púff" birtist litill sætur engill á hinna öxlina og segir mér hvað þetta sé nú "holl og góð vinna og ég hafi bara gott af því að vakna og það sé líka svooo gott veður".
þannig svo togast ég á í góðan tíma á hverjum morgni þangað til að litli engillinn er ekki lengur svo sætur og öskrar í eyrað að:
"DRULLAÐU ÞÉR Í FÖTIN OG KOMDU ÞÉR ÚT"!!!!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home