Mustang Sally v.s. Gleðibankinn
Átti mjög svo rólega helgi enda leiðindar veður.Sandra æskuvinkona mín var að flytja til Parísar og farin að búa með kærastanum. Hún er kominn þar í flottann háskóla að læra frönsku. Ég bauð henni að keyra henni á flugvöllinn á föstudagsmorguninn. Við vorum ekki búin að sofa í nema 2 tíma þegar skrabambans klukkan hringdi. Fórum seint að sofa enda öllum mínutum vel varið í quality time Maður virðist aldrei ætla að vaxa uppúr koddahjali.
það slær mann samt alveg hvað maður er orðin eitthvaðfullorðin!! Búin að búa af heiman í 2 ár og æskuvinkonan flutt til útlanda!!!! ja hérna svona líður tíminn. Mér finnst svo stutt síðan við vorum 10 ára og að fara renna okkur á sleða í gilinu heima!
Horfði útslitaþáttinn af Idolinu eins og hver annar sannur íslendingur. Ég held barasta að Idolið sé orðið vinsælla en sjálft Evróvísion!!!!! Nú er það ekki lengur Gleðibankinn með ICY sem rúlar heldur Mustang Sally með sjóara frá Grindavík!!!!!! já svona er "ísland í dag"
Þó ég hafi alltaf haldið með Önnu Katrínu í þessari keppni, þá er ég samt nokkuð sátt við úrslitin. Anna hefði samt átt að vera í 2. sæti í stað Jóns.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home