mánudagur, janúar 5

Komin úr túttunum og yfir á mölina

jæja þá er ég komin heim (borgina) aftur. aah..friður og ró!

Átti mjög góð jól, hitti alveg helling af fólki sem ég hef ekki hitt lengi, fór í ótal matar/kaffiboð, horfði á 10. seríu af friends, fór á Akureyri að sjá Lord of the Ring (sú besta af þeim 3. að mér finnst). djammaði annann í jólum og vann á áramótunum, þess á milli reyndi ég að vera dugleg við að gera sem minnst og klappa kettinum.

Byrja ekki skólanum fyrr en 15. jan svo ég verð bara að vinna og slæpast. Þarf samt að vesenast helling í kringum kórinn.

En nú ég sit hér og brýni eyðsluklærnar fyrir morgundaginn því ég hef ætlað mér að stökkva inn í útsölufárið á morgun og gera helling af "hagstæðum" kaupum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home