miðvikudagur, nóvember 26

Brandarar=Misræmi?

Sit hér í kæruleysiskasti við að pússa á mér neglurnar og horfa á 70 mín á popp tíví, og var að spá í af hverju mér finnst þeir vera fyndnir.
Þeir voru meðal annars að taka viðtal við fólk í London og kyssa það óvænt um leið og þeir tóku við það viðtal. Einnig fóru þeir í Kringluna og spurðu konur hvernær þær "blotnuðu" síðast, hversu vændræðalegt er það????
Og þá áttaði ég mig á því að þeir eru alltaf að spila á vandræðaleika fólks!!!
Mér hefur oft fundist frekar óþægilegt að horfa á þá, en réttlæti áhorf mitt vegna þess að þeir séu svo "fyndnir"!
Þetta myndu sálfræðingar flokka sem misræmi.
Það er greinilega ekkert svo erfitt að fá fólk til að hlægja, ætli allir kjallarabrandarar spili á þetta. Að þetta sé í raun ekkert fyndið og heldur sé þetta bara svo vændræðalegt að við bregðumst við með því að hlæja?

Eru Sveppi og Auddi kannski ekkert fyndnir heldur neyða okkur til að hlæja??
Eða eru brandarar bara vandræðaleiki?? ef svo er hvað er þá vandræðaleiki??

Ég held að ég endurskoði brandarasafn mitt!

Úff ég fæ höfuðverk!
Ákveð samt að halda áfram í kæruleikiskasti og horfa á Enterprice á RUV, það eru þættir sem eru ekkert fyndnir , samt furðulega skemmtilegir og get því vonandi forðast allann vandræðaleika!
Nema kannski það að viðurkenna að ég sé nörd og hafi gaman að vísindaskáldskap??

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home