fimmtudagur, nóvember 13

Næturafrek.

Enn ein andvökunóttin......
Guð sé lof fyrir internetið! er búin að spila skák við fólk í USA í nær 2 1/2 tíma. Annars hefði ég örugglega neyðst til að fara að taka til eða jafnvel læra!! hjúkk.
það er samt margt sem mér hefur tekist að gera á nóttunni, svo fólk getur farið að hætta að hneikslast á mér. fólk vanmetur samt næturnar. þá hefur maður alveg ró og frið og hefur hellings tíma í að gera ekki neitt.

Nokkur dæmi um næturafrek:

- bloggið mitt.
- lærdómur
- uppfærslur á bloggið
- endalaus vinna fyrir kórinn
- lærdómur
- búin að lesa Dalalíf og byrjuð á Ilminum eftir Patrick Suskind
- orðin mun fróðari um Úkraínu (forseti = Leonid Kútsjma)
- ótal hreingerningar
- endurskipulagning á ótrúlegustu hlutum/stöðum
- flökkuferðir um netið
- lærdómur
- kann skjáleikinn á RUV utan að
- veit hvað er vinsælast á popptíví
- komist að því að 70 mín er endursýnt á nóttunni (það fannst mér merkilegt!)
- aukin færni í skák
- lærdómur
- og...............

svo kemur það sér mjög vel fyrir djammið að vera ekki að deyja úr syfju ;).

helsti gallinn er að maður passar ekki inn í samfélagið þar sem eðlilegt fólk er vaknað um 7-8. og allir þjónustu staðir og verslanir opnaðir á þeim tíma!!

en

cesta la´vie

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home