mánudagur, nóvember 10

Ljótir Galdrakarlar og álög....

jæja þá er helgin búin og Lærimaraþonið mikla líka!


Hef sem sagt lítið gert annað en að læra. Ætlaði í Ljós með Guðfinnu í morgun en sem betur fer var hún jafn morgunlöt og ég og nenntum við hvorugar í ljós. Fór til Gumma bróðurs í kvöldmat og át á mig gat. Skrifði nokkra diska hjá honum m.a. nokkur vel valin lög með Travis, og slökunartónlist (ætla að gá hvort ég get sofnað við hana).

Svo er einhver Ljótur Galdrakarl sem er alltaf að setja álög á íbúðina mína!! það er alltaf eitthvað drasl í kringum mig og óhreint í vaskinum, FURÐULEGT??? samt er ég alltaf að taka til og vaska upp (að mér finnst)!
ég verð að reyna að sjá við þessum galdrakarli. Hvað ætli Harry Potter myndi gera???

Í dag fíla ég:

- Tópas
- Travis
- Að vera loksins búin með verkefni 2 í Aðferðafræði 3.
- AA-meðferðakerfið
- Vatn
- Jarðarber
- Internetið
- www.instantchess.com
- Harry Potter

Í dag fíla ég ekki:

- Veðrið (hvar er veturinn??)
- Að það vaxa ekki peningar á pottablöntunni minn
- Ljóta galdrakarla
- drasl í kringum um mig
- Að eiga ekki bíl (eða eiga efni á því að reka bíl)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home