föstudagur, nóvember 7

Ljós, Kínamatur, læra, kóræfing, kaffihús og Bíó.

Búin að eiga mjög góðan dag þó að ég hafi ekki farið norður.

Fór í ljós í morgun með Guðfinnu, var að vonast eftir að losna við kvefið með því að fara í ljós. það virkaði ekki mjög vel, en fékk hins vegar góðann lit :)

Hitti Söndru í dag. Fórum í Kringluna og fengum okkur Kínamat (ummmm.... elska kínamat). Hitti svo Albertínu og gerðum við verkefni í Aðferðafræði 3. Er að gera rannsókn á ólíkum viðhorfum til munntóbaks og reyktóbaks eftir því hvort fólk stundar líkamsrækt eða ekki, þetta er bara frekar skemmtilegt verkefni, gaman að gera eitthvað hagnýtt við það sem maður hefur verið að læra :)

Fór svo á kóræfingu. Var bara fínt. Er hins vegar svo kvefuð að ég var alltaf næstum búin að hnerra í miðjum lagi. Svo dreif ég kórinn á kaffihús og fórum við á Kaffi List. Ég er alveg að fíla þann stað þessa daganna.
Fegnum efri hæðina svo við vorum í fínu næði. svo voru Jazz-tónleikar þar um kvöldið og var bara flott stemming. Jagúar var að spila. Flott hljómsveit verð ég að segja. Er farin að hafa mikin áhuga á Jazz ef meira að segja verið að kaupa nokkra Jazz diska undanfarið. Ella Frizgerald er í miklu uppáhaldi núna

Hitti svo Söndru aftur og fórum við í Bíó á Kill Bill. Rosaflott mynd, mæli með henni. Rosalega flott leikstýring og hellings pæling á bak við hana. Eitthvað fyrir mig ;)
Ferlega gaman að hitta Söndru var nú farin að sakna bestasta vinar míns.

Ætlaði að reyna að fara snemma að sofa eða um c.a. 01:15. En nei nei ég er hér kl 03:30 og get bara alls ekki sofnað.
4 dagurinn í röð þar sem ég get bara alls ekki sofnað. Ég lifi líka í algjörum vítahring. Get ekki sofnað á kvöldinn því ég er bara alls ekkert þreytt/syfjuð. Sef því lengur á morgnanna svo ég verð ekki ónýt allann daginn. Er því ekki þreytt/syfjuð á kvöldinn.........
Svo hef ég ekkert komist að synda þar sem að ég hef verið svo kvefuð. Mér vantar ekkert smá að geta stundað einhverja líkamsrækt. sit allann daginn við að læra!!

ja þetta er það helsta sem er að frétta af mér...

Í dag fíla ég:

- Kaffi list
- Kill Bill
- Q. Tarantino leikstjóra Kill Bill og Pulp Fiction.
- Söndru
- Kórinn minn
- Vicks (kveflyf)
- Kínamat á Rikki Chan
- Jagúar
- Ella Frizgerald
- Samart sólbaðstoðuna
- Smárabíó
- Kaffihúsar kaffi

Í dag fíla ég ekki:

- Kvef
- Að geta ekki hnerrað
- Andvökunætur
- Að ég þarf að vakna eftir 5 tíma og er enþá vakandi!!
- Missa af sex and the City
- Vera ekki fyrir norðan

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home