Fórnarlamb sálumensku
Fór annan daginn í röð í eyðsluferð, en að þessu sinni fór ég í Smáralind.Missti mig alveg og keypti helling af alls konar óþarfa.
Ég varð fórnarlamb geðveikrar sölukonu! hún náði að segja að selja mér Alover Gloss – Couleur Brillance á 2.000 kr!!! náði að sannfæri mig um að það væri spunnið úr gullþráðum, væri æðislegt og frábært, færi mér svo vel og væri alveg í stíl við augun í mér og þessi vara myndi aldrei koma aftur á markaðinn, já og að allar störnunar í USA notuðu þetta, ekki vil ég nú vera eftir báti þeirra og rétta henni kortið.
Þetta var samt bara byrjuninn, eftir þessi kaup tókst mér að kaupa " Sheer Blond" sjampó og hárnæringu “sem var æðislega, rosalega, gott, fínt og flott og meira að segja notar Brad Pitt þetta sjampó ”. Svo var farið í næstu búð og keyptur Varagloss sem var svo geðveikt flottur á litinn og passaði svo vel við nýja bolinn sem ég keypti í gær og ......og næstu þar var keypt rosalega flott, fín og æðislega rakagefandi raksápa og húðin á að verða eins og silki í viðkomu eftir notkun, já það verð ég að eignast og dró upp kortið. Eftir langar vangaveltur og mikla skoðun um verslanir áttaði ég mig á því að ég væri orðin biluð og ætti að fara í meðferð!!
Það ætti að setja upp skilti til varnar veikgeðja og kaupóðu fólki eins og mér. “Ég er ekkert nema fórnarlamb” (reyndi ég að sannfæra sjálfan mig). Var samt alveg ótrúlega ánægð með það hvað ég átti mikið af nýju fínu dóti.
Ég tók samt eftir því hvað ég var ekkert smá ósamkvæm sjálfri mér. Er alltaf að hneykslast á fólki sem lætur glepja sig til að kaupa “Merki”. Og trúir einu og öllu sem sölumenn segja. Þar sem að ég hef unnið við sölumennsku og veit hvað það er auðvelt að sannfæra fólk um “ótrúleg gæði vörunnar”. Og hef nú lesið margt í sálfræðinni sem ætti að opna augun mín (sbr. jaðarleið og kjarnarleið)
En jæja ég læt þetta mér að kenningu verða og reyni að fóðrast klikkaða sölumenn í framtíðinni.
Í dag fíla ég:
- Guðfinnu (vinkonu mína)
- Risa Tópas
- Nýju snyrtivörurnar mínar
- Tölvuna mína
- Pál Rósinkras
- Cheerios
- Leiðarljós
Í dag fíla ég ekki:
- Sölumenn
- Debitkort
- Kaupæðið í sjálfri mér
- Brotnar neglur
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home