sunnudagur, nóvember 9

Lífið er yndislegt

Er búin að eyða allri helginni í lærdóm. Var að klára "hópverkefni". Gerði þetta nú reyndar nær allt sjálf. En það er bara í lagi, þá læri ég þetta bara betur.
Og er núna búin með það sem ég ætlaði að eyða helginni í. Geri þá eitthvað skemmtilegt á morgun :)

Það var söfnun fyrir Sjónarhól (staður fyrir sérstökbörn) á ruv í kvöld og var sýnt inn í líf barna sem fást við alvarlegar fatlanir. Vá! hvað maður hefur það gott, samt er maður sífellt kvartandi.

Þar sem ég hef verið ein með sjálfri mér alla þessa helgi hef ég sokkið mér í hugsanir og Vangaveltur. Og komist að því hvað mér líður ótrúlega vel og hef það gott! Ég á marga mjög góða og nána vini og fullt af kunningjum. Semur mjög vel við fjölskylduna og er ekki í fjárhagslegu tjóni. Ræð við (á endanum að minnst kosti) þau krefjandi verkefni sem ég hef verið að glíma við bæði í skólanum og utan hans. Það er barasta ekkert sem ég þarf að hafa áhyggjur af!! :)
Ég er að gera nákvæmlega það sem mér langar til að vera að gera þ.e. að mennta mig og stefna á framtíðina.
En það sem mér finnst æðislegast af öllu er að vera ung. Ég held að ég sé á lang besta aldrinum, ég lifi í aðstæðum þar sem ég hef endalausa möguleika til að velja um. Gæti þess vegna farið til Mongólíu og mokað snjó eða unnið á bar á spáni. Allt undir mér sjálfri komið, merkilegt nok!

Ég held að fólk ætti að vera meðvitaðarra um alla þá kosti sem það hefur og um þá valmöguleika sem lífið bíður upp á!

Lifðu í lukku en ekki krukku!!

Í dag fíla ég:

- Líf mitt
- Samstöðu íslendinga (komi inn 119 milljónir í söfnun fyrir Sjónarhól)
- Fólkið í kringum mig
- Louis Amstrong
- Pítur
- Nýja fína teljarann minn (nú get ég séð hvort að einhver sé að kíkja á bloggið mitt)
- Nýju rúmfötin mín
- Jákvæðni mína
- Hvað ég er orðin fljót að pikka

Í dag fíla ég ekki:

- Óréttlæt mismunun
- Andvaka
- humm.. það er bara ekkert meira sem er að naga mig núna

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home