föstudagur, nóvember 14

Sungið fyrir Dabba kóng

Morguninn byrjaði frekar vandræðalega, ég er yfirleitt mjög löt að klæða mig á morgnana og er á náttfötunum eins lengi og ég get. Svo þegar ég ætla að fara fram og fá mér einhvern morgun/hádegismat í mínu venjulega morgunsjúski þá mæti ég líka svona myndarlegum strák, og brá mér þvílík!! Reyndi samt að vera eins eðlileg og ég gat heilsaði og brosti mínu vandræðalega brosi :) og forðaði mér inn í eldhús.
Ja þetta ætti að kenna mér að klæða mig fyrr á daginn og kannski greiða mér í leiðinni aldrei að vita nema maður mæti myndarlegum strákum á ganginum heima hjá sér!!

Lærði og fór svo syngja með kórunum á afhendingu gæðaverðlauna sem Dabbi kóngur afhendi, ég er ekki frá því að ég hafi náð augnsambandi við hann, (heppin ég!!). komum svo í 22 fréttunum!! fór á Hróa hött og fékk mér pizzu með kórnum og komst að mörgu misgagnlegu þar með talið allt um glossa!

Er búin að redda 4 manneskjunni í badminton með mér. Sigurást ætlar að vera með, okkur hún æfði víst badminton í 5 ár, fínt þá getur hún kennt okkur tæknina ;)

Fór snemma heim því ég ætlaði að læra. Er samt ekkert búin að læra ennþá!! Bömmer. Horfði á Sex in the city (elska þessa þætti). Talaði við Sveinu vinkonu í 2 tíma í símann. Sakna hennar :( hún ætlar samt að koma í borgina eftir 2 ár og fara í LHÍ vúhú!!

Í dag fíla ég:

- Sveinu
- Kórinn minn
- skák
- Láru fyrir leyfa mér alltaf að fá far hjá sér
- Ilmurinn eftir Patrick Suskind
- Vatnsmelónur
- Pepsi max
- Sex and the city
- Frank Sinatra

Í dag fíla ég ekki:

- rigninguna
- að allt gott er fitandi þar með talið bjór!!
- óáreiðanleika
- leiðinleg tónlist þar með talið hljómsveitina Á móti sól
- að komast svona sjaldan norður
- að það séu bara 24 tímar í sólarhringnum

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home