föstudagur, nóvember 21

Ég labbinn minn og bækurnar

jæja loksins komin í gott skap :) Hef verið ein hormónaflækja seinustu daga og viljandi gert ekkert skrifa inn á bloggið í einhverju neikvæðniskasti. Hef verið pirruð út í allt og alla þá sérstaklega leiðinlegu fólki, umburðarlyndi mín hefur takmörk!!
En núna eru það bara ég, talvan mín og bækurnar. og get því ekki verið pirruð úti neinn :)

Fór á kóræfingu í dag, var bara mjög gaman hituðum vel upp, og héldum áfram með Bach, roslega flott verk og var ég bara mjög stolt af mér og mínum frekar erfitt og hrósaði Tumi okkur hægri vinstri :)

Svo kom kona frá Eskimo Casting og tók andlits myndir af kórfélögum af því við erum að fara að taka þátt í auglýsingum, og ef til vill á ég eftir að birtast í sjónvarpinu á heimilum Íslendinga vúhú!!

Við í stjórninni ræddum mikið um verðandi ferð til Úkraínu. vá hvað mér hlakkar til!!

Hef ekki haft neinn tíma til að læra í kvöld var svo mikið að gera hjá mér!!
"Varð" að horfa á tv, hafði varla undann að skipta um rásir, úff.
svo "varð" ég að
hlustaði á Louis Armstrong og Ella Fritzgerald og spilaði skák þegar ég var búin að horfa tv.

svo ekki haft tíma til að læra ;)

Verð bara að vera dugleg á morgun. (á morgun segir sá lati svo ég reyni kannski að læra aðeins, úff heyri bara röddina í mömmu þegar ég sé þessa setningu)

Í dag fíla ég:

- Louis Amstong
- Ella Fritzgerald
- sjónvarpsdagskránna
- að jólin eru að koma og þar með prófin búin
- pepsi max
- Eskimo casting
- nýja verkið sem kórin er að æfa eftir Bach
- kökurnar frá Pálínu (vá hvað ég þekki margar Pálínur!!!!)

í dag fíla ég ekki:

- hvað ég hef haft mikið að gera við að læra ekki.
- samviskubit
- fjárhagsstöðuna mína
- þá staðreynd að peningar vaxa EKKI á trjám
- leiðinlegt fólk!!!!!!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home