snjókorn falla....
vúhú það er kominn hellingur af snjó :) held meira að segja að höfðatala í Reykjavík hafi fjölgað um allavega 10%, því börnin hafa greinilega tekið snjónum jafn fagnadi eins og ég, og eru komnir snjókarlar og kerlingar í alla garða og lóðir. Það eru nú samt ekki allir eins ánægðir með snjóinn og ég heyrði fólk bölva honum hægri vinstri meðan ég labbaði í skólan enda bílarnir næstum horfnir í snjó, en hann er ekkert vandamál fyrir mig, þar sem ég ekki lengur bíl til að festa í snjóskafli, núna á ég bara hlýja gönguskó sem komast allt ;) það verður allt líka svo bjart þegar það er snjór, og lauflausu tréin svo falleg.Merkilegt með þessa kennara mína! það er óskrifað samkomulag í HÍ að hafa ekki próf og verkefni í seinustu kennsluvikuni fyrir próf. En það gegnur greinilega ekki fyrir mig! Ég er í tveimur prófum og var að fá eitt stórt verkefni í Aðferðafræði, þarf reyndar ekki að skila því fyrr en 5 jan. sem er samt fáranlegt! á maður að fara eyða jóláfríinu í það??? og þar að auki er þetta hópverkefni og ég efast stórlega að krakkarnir nenni að hitta mig fyrir norðan. ótrúlegt hvað kennarar geta leyfa sér ALLT!!!
Var annars í einu prófi í morgun, var búin að ákveða í morgun að ég gæti ekki neitt í því og langaði bara til að grafa mig ofan í holu og vera þar, dreyf mig samt í prófið og gekk bara vel eftir allt saman, er samt með strengi í hægri hendinni eftir öll skrifin! svo nú er bara að snúa sér að næsta prófi.
Vildi samt að ég kæmist á skíði en engin séns á því. Vona bara að það verði snjór heima í jólafríinu! þá get ég rennt mér nokkrar ferðir í gilinu heima á sleða, held að ég eldist aldrei upp úr því, enda óformlegur Íslandsmeistari í sleðabruni ;)
Í dag fíla ég:
- Snjóinn
- Kuldaskónna mína
- Magic (kemur sér mjög vel þegar lítið er sofið fyrir próf)
- Sjókalla
- Mandarínur
- MSN
- Mömmu og Pabba
í dag fíla ég ekki:
- fólk sem kvartar alltaf yfir snjónum
- skemmdar mandarínur
- kennarana mína sem leyfa sér allann fjandann!!!!
- vakna snemma
- rafhlaðan í tölvunni minni er eitthvað að klikka :(
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home