mánudagur, desember 8

Grátur og gnístir tanna

Ætlaði að sjá "Rosa bauginn" sem átti að sjást í nótt, en sá ekkert fyrir skýjunum og ljósunum af borginni (hvar ætli maður taki rafmagið af borginni?). Nú væri gott að vera heima í Skagafirðinum, hann sést víst mjög vel þar.
Þessi "Rosa baugur" eða "stóri baugur" boðaði víst rosalega vont veður, sem er ef til vill ástæða þessa "frumlega" heitis! En frekari upplýsingar eru á þessari heimasíðu

Jæja ég fer þá bara og græt mig í svefn og vonast eftir að vera á heppilegri stað næst þegar "Rosa bauginum" dettur í hug að láta sjá sig, og sé búin að komast að því hvernig maður slekkur ljósið á borginni!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home