föstudagur, desember 19

Jólalög

Ja hérna! Ótrúlega þessar útvarpstöðvar á íslandi það er ekki nóg að þær eru flest allar leiðinlegar, en byrja þær allt of snemma að spila jólalög og núna þegar jólin eru loksins að koma og venjulegt fólk er farið að hlakka mikið til og allt að verða jólalegt þá spila þau mun færri jólalög. Hvað eru þær að pæla??!

Ég sem sagt settist niður við mjög svo hættuleg jólakortaskrif í kvöld og ætlaði að hafa það notalegt og hlusta á jólatónlist, setti á létt 96.7 en nei nei ekki eitt jólalag alla þá 2 tíma sem ég hef setið hér og hamast við að skrifa jólakveðjur!! Þannig að ég teigði mig í Frank Sinatra og við látum okkur dreyma saman um hvítjól!!

Já það er ekki fyrir hvern sem er að skrifa jólakort og væri réttast að hafa sjúkrakassa við hendina þegar maður leggur í þessi skrif. Ég hef nú þegar eyðilagt 2 jólakort með blæðandi sárum sem ég hef fegnið eftir þessi stórhættulegu kort og tala ég nú ekki um þau sár sem ég hef fengið á varir og tungu við að loka umslögunum ég held að ég þurfi ekkert að vera að eyða peningunum mínum í rauðan varalit fyrir þessi jól!!!

Annars hef ég verið með eindæmum dugleg fyrir þessi jól. Er barasta búin að öllu nema kaupa jólagjöfina handa Palla bróðir (sem þó er ansi mikil höfuðverkur, held að hann eigi allt sem hægt er að stinga í samband og þá veit ég barasta ekki hvað ég á að kaupa!!), ætla að labba Laugarveginn á morgun, þoli ekki að troðast um í Kringlunni þegar það er svona mikið af fólki!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home