föstudagur, desember 12

Hávaði og bjór

Úff!! kom mér heldur betur í vandræðalega stöðu í gær. Fólk hefur þá trú á mér að ég búi yfir vitneskju um allar helstu slúðursögur um hið líklegasta og ólíklegasta fólk.....ég hef nú bara ekki hugmynd um hvernig fólk fékk þá flugu í hausinn, en nú er fólk farið að pínu upp úr mér sögur um sjálft sig. Ég reyndi með mínu besta móti að snúa mér út úr þeim umræðum hjúkk!

Ég fór sem sagt á kaffi hús í gær með kórnum á Kaffi List ferlega gaman og flott tónlist en hljómsveitinn var heldur há, sem varð til þess að ég og varð hás af því að reyna að tala við sessunauta mína.
Fékk mér nokkra bjóra í tilraunaskyni þar sem mér gengur herfilega að sofna á kvöldin. ég hef greinilega ekki drukkið nógu marga þannig að ég verð að endurtaka tilraunina ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home