miðvikudagur, febrúar 23

Smá minningargrein

Stuttu eftir að ég vaknaði í morgun tilkynnti frænka mín mér að Skjóna, hesturinn minn hafi fundist látin ásamt öðrum hesti. Hún hefur fengið einhverjar eitrun, ekki er alveg vitað hvernig eða úr hverju.

Ég hef verið c.a. 12 ára þegar ég fékk Skjónu, þá var hún aðeins hálf-taminn og ég sjálf var rétt að skríða inn á unglingsárin.
Segja má við Skjóna hafi gengið í gegnum gelgjuna saman, við vorum báðar jafn frekar, og jafn framt mjög viljugar. Ég veit ekki hversu oft ég leitaði til hennar þegar lífið var ekki alveg nógu auðvelt eða sanngjarnt!
Ótrúlegt hvað hestur (dýr) getur haft mikil áhrif á mann! Það verður alveg glatað að geta ekki farið lengur í reiðtúr á henni þegar ég kem norður! En ég á margar góðar minnar um hana sem ég get stutt við.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home