Hin dulda geymsla
Okkur í stjórn HÍ-kórsins barst fyrirspurn í fyrra um geisladisk sem kórinn gaf út með Disney rímum eftir Þórarinn Eldjárn. Í kjölfar þess komumst við að því að kórinn ætti geymslu “eitthver staðar”!!
Þetta hljómaði ótrúlega spennandi! Hvað var geymt í “geymslunni?!? Okkur gekk hins vegar ekkert svo vel að finna þessa fyrirheitnar geymslu og gafst okkur ekki tími til að klára leitina.
Hins vegar hafði ég ekki gleymt geymslunni, og eftir því sem tíminn leið því meiri væntingar bar ég til “geymslunar” sá fyrir mér hvelfingu fulla af gulli og víni.
Loksins í dag nærri ári seinna, er loksins búið að hafa uppi á geymslunni og manni með réttann lykill.
Geymslan stóðst að sumi leiti væntingar, það var rétt hægt stíga hálft skref inn í hana því hún var full af drasli sem að við fyrstu sín var flest allt í eigu stúdentaráðs. En þvílíkt óskipulag og óreiða ég beið bara eftir því að Heiðar Snyrtir myndi koma hlaupandi í gúmmihönskunum!!
Vegna tímaskorts gat ég ekki fengið útrás fyrir skipulagseðlinu mínu en greyp samt með mér kassa með ýmissu gulli og þar með talinn geisldiskinn fyrrnefnda “Disney Rímur”.
Hann hinsvegar stóðst ekki væntingar.
“Disney rýmur” hljómar eins og eitthvað sem maður gefur litlu frænku sinni. En eftir að hafa hlustað á tóndæmi af disknum, áttaði ég mig að þetta er eitthvað sem maður gefur ALLS EKKI litlu frænku sinni!!!
En í næstu viku mun ég snúa aftur í geymsluna og klára að grafa upp allt gullið sem er merk HÍ-kórnum...aldrei að vita nema það finnist eitthvað vín líka!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home