mánudagur, júní 13

Esjan var puð, en komst þó á toppinn

Í gær lét ég loksins verða að því að ganga upp Esjuna. Voru væntingar mínar ekki alveg eins og ég ætlaði og var þetta bara alvöru fjallganga!

Þolið mitt var heldur ekki í sínu besta formi og dróst ég ég fljótlega aftur úr hópnum (sem voru greinilega þvílíkir göngugarpar). Ég sagði þeim að vera ekkert að bíða heldur fara bara á undann mér, en benti þeim á það að það var sjaldbakan vann hérann!!!

Virðst orkan mín hafa falskann botn, ég verð rosa þreytt fyrstu metrana en svo get ég haldið endalaust áfram og eftir að hafa lent í þvílíkum ógöngum og fari kolvitlausa leið, klifraði ég upp bjargið með miklum lífsótta en adrenalínið dró mig alla leið á toppinn.

Það var alveg ótrúlega frábært að vera loksins kominn upp á þennan blessaða topp því þá vissi ég að ég ætti að geta fundið réttu leiðinga niður aftur, því það var nokkuð öruggugt að ég gæti ekki farið sömu leið niður og ég fór upp, nema kannski þá í fallhlíf.

Ég skil ekkert í öryggisleysinu þarna á Esjunni, það var hvergi skilti sem benti fólki á að það væri hægt að fara “auðvelda leið” og “erfiða/hættulega leið”, hvað þá einhverjir kaðlar til að halda í meðan maður er að klifra upp og niður bjargið!!

En þó þetta hafi verið erfitt og áhættu samt var þetta rosalega gaman og er ég ótrúlega stolt af mér : )

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home