fimmtudagur, júní 2

skagfirðstdjamm!

Á laugardaginn var fór ég á óvænt djamm fyrir norðan.

Það var nýbúið að útskrifa stúdenta heima svo bærinn var fullur af fólki með hvíta hatta. Þar sem að vinkonur mínar voru ýmist ekki á landinu, í RVK eða bara uppteknar hafði ég ekki bundið miklar væntingar fyrir neinu djammi. Ákvað samt að sitja með krosslagðafingur að eitthvað mundi rætast úr kvöldinu þar sem ég var búin að hafa fyrir að gera mig fína fyrir stúdentsveislunar fyrr um daginn og mamma og pabbi tilbúin að passa börnin.

Og viti menn, ekki klikkaði hún Sandra mín frekar enn fyrri daginn og bauð mér að koma á djammið með sér og vinkonum hennar. Ég ákvað að drífa mig með henni, en vera samt keyrandi.
En 2 tímum seinna var ég sko alls ekki keyrandi!! Né heldur næstu 15 tímanna! Fjúff þvílíkt djamm, var alveg búin að gleyma hvað það er gaman að djamma á króknum og virtist meira að segja sama fólkið vera á djamminu og fyrir 4 árum þegar ég var upp á mitt besta heima, komst reyndar að því fljótlega að þetta voru yngri systkyni þeirra sem ég var vön að djamma með! Það gerði þetta eiginlega bara ennþá skemmtilegra, gat sagt þeim ýmsar skemmtilegar djammsögur ef systinum þeirra.

Merkilegt hvað áfengi getur brenglað dómgreind manns og almenna rökhugsun!! Ég þóttist nú vera kona með reynslu þegar kom að því að taka í vörina, enda orðin föst hefð meðan kvennradda í HÍ-kórnum að taka í vörina á djamminu. Svo ég heilsaði upp á sveitastrákana og bað um að fá í vörina. “ha tekur þú í vörina?!?” eftir að hafa frætt þá um kynni mín við tóbakið fékk ég vænan skammt í sprautu og því þjappað því í vörina, eða þannig átti það að fara! Tóbakið náði að dreifa sér um allann munnin og útum allan bolinn minn, strákarnir voru auðvitað mjög hjálpsamir að dusta það af mér, mig langaði helst að segja þeim að Ýrr mín er nú vön að þjappa þetta saman fyrir mig!!!

Á slaginu 3 kviknuðu ljósin á skemmtistaðnum, því annars kemur herra Sýsli og kærir allt og alla! En eins og skagfirðingum einum er lagið hófst hópsöngur og lá við að ég táraðist þegar sungið var “skál og syngja skagfriðingar” sem ég hef svo oft sungið ALEIN fyrir kórinn minn, því ég kun vera eini skagfirðingurinn.

Eftir að hafa verið hennt út með harðri hendi var af sjálfsögðu hoppað inn í næsta bíl farið á rúntinn og leitað að eftirpartí.
Eftirpartíið var líka ótrúlega skemmtilegt, var samt ekkert sérstaklega líflangt þar sem að “gestagjafinn”(16 ára stelpa) stóð og grátbað alla að fara út!

En það besta við djammið á króknum að maður þarf aldrei að borga morðfjár fyrir leigubíl, heldur stoppar maður næsta ungling sem nýkomin með bílpróf og bið um að skutla sér heim!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home