Hverjar eru líkurnar!!!

Ég var í afmælispartíi um helgina sem væri ekki frásögufærandi nema bara hvað að mér tókst að eyðileggja kórmyndavélina!
Hvernig er hægt að dýfa myndavél ofan í rauðvínsglas ómeðvitað!?!?!?
Líkurnar eru alla vega alveg rosalega litlar
Staðreyndir:
Rauðvínsglas er ekki með mjög stórt op og þunnar brúnir!
Myndavél er frekar þung og stór meðað við op á vínglasi!
Myndavél hangandi í ól um úllið á ölvaðir manneskju er að öllum líkindum á miklu iði!
Aðstæður:
Ég með myndavél í ól um úllið
Einhver skilur eftir rauðvínsglas á eldhúsborði í partíi
Niðurstöður:
Mér tekst að láta myndavélina ómeðvitað síga ofan í hálffullt rauðvínsglas
Viðbrögð:
"Erna myndavélin!" "Erna rauðvínsglasið!"..."ha? á ég að taka mynd af rauðvínsglasinu!?!?!"
Umræða:
HVERNIG ER ÞETTA HÆGT!?!?!?!
En sem betur fer björguðust myndirnar!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home