miðvikudagur, júní 22

"Gott er að eiga nóg af stórum bræðrum"

Hvatvísin hefur verið allsráðandi hjá mér í dag.

Fór í klippingu og litun og þar sem ég vildi endilega fá einhverja tilbreytingu ákvað ég að láta bara klippa nær allann toppinn af mér. Það varð bara kúl og núna er ég komin með enni og ljóst hár : )

Svo ég var ég alveg komin með nóg af draslinu í herberginu mínu og þá sérstaklega á skrifborðinu mínu. Eini tilgangur þess var að safna drasli og taka pláss. Þannig að ég ákvað í að losa mig við rót vandans og koma því geymslu eitthvert. Hringdi ég þá í Gumma bróðir hann kom á nýja fína fordinum sínum hennti því á pallinn og setti það í geymslu til Sveins bróðurs.
Yndislegt að eiga hóp af bræðrum sem eru ávalt til þjónustu reiðubúnir : )

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home