Pæling!
Rosalega held ég lífið gæti verið miklu meira spennandi ef draumar hefðu einhverja marktæka merkingu!!En það yrði ef til vill allt of flókið.
Maður þyrfti þá ef til vill að eyða að meðaltali 2 tíma á dag bara í að ráða úr draumunum, svo færi fólk að hamast við að hegða sér í samræmi við spánna/merkingu draumsins.
Ætli það gætu þá ekki myndast störf við að dreyma/sofa, og svo annars vegar við að ráða drauma. Líklegast gætu komið inn ný fræðigrein, Draumfræðingar! Fólk gæti svo hringt í sinn persónulega draumfræðinga.
Ég væri nú alveg til í að stunda það nám!
- Erna María Jensdóttir, Dr. í draumfræðum.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home