laugardagur, ágúst 6

úff, ótrúlega langt síðan ég hef verið svona rosalega þreytt og í dag, mig verkjar í allann líkamann!

Var að fá mér aukavinnu á Kofa Tómasar frænda. Ákvað að það væri skynsamlegt fyrir mig að fara breikka út starfsreynsluna mína, áður enn ég fer í heimsreisuna.

Byrjaði í dag kl 1 þar sem það var gay pride var geðveikislega mikið að gera og hafði aldrei áður komið nálægt alvöru kaffivél, en sem betur fer er ég fljót að læra, þó ég hafi verið ílla sofin og graut þunn (þökk sé Ýrr, hún er líklegast með hikksta núna!!!), en ég tók bara maraþon stílinn á þetta og komst yfir sársauka og þreytu þröskuldinn!

nenni samt ómögulega að fara taka til eftir afmælispartíið, ég verð bara að reyna að sofa hérna í bjórdósalandi!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home