miðvikudagur, september 14

Búðarráp læknar allt!

Það fátt eins mikið bras og leiðindi eins og að ferlið við að ná sér í húsaleigubætur, maður þarf að hringja í allar áttir og fara þvers og kruss um alla borg. sem betur fer var ég með bíl í láni annars hefði þetta tekið mig minnst viku!

Við allt þetta bras og vesen fékk ég Þursabit í bakið, það er vont!!!
ef ég halla mér á eina hliðina þá er ég frosinn þannig þangað til ég vinn mér inn kjark að rétta mig af. Mér líður eins og gamalli gigtveikri kellingu! En ég las svo á Doctor.is að maður ætti að vera sem duglegastur að hreyfa sig þannig að ég ákvað að fara í buxnaleiðangur!
úff það var nú þvílíka puð! mátaði yfir 20 gallabuxur þegar ég loksins fann einhverjar sem ég gat sætt mig við.
og viti menn ég varð bara miklu hressari af þursabitinu : )

1 Comments:

At 11:37, Anonymous Nafnlaus said...

Ohh ég hef ekki fundið fyrir því að búðaráp lækni allt. Það er aðeins skammvinn gleði.....

 

Skrifa ummæli

<< Home