Gengið í gin ljónsins,

Hafði ég tekið þá skynsömu ákvörðun að halda mér nokkuð edrú, þar sem ég ætlaði að mæta eldhress í útburður Röskvublaðsins daginn eftir. Vinkonur mínar úr Homo voru á djamminu og ákvað ég að hitta þær á Hressó. Meðan ég tróð mér í gegnum fjöldann leitandi af stelpunum, furða ég mig á því hvað það var rosalega mikið af fólki úr HÍ þar, svo veit ekki af mér fyrr en ég send í miðjum Vökuframbjóðenda hóp, öll þakinn Röskvumerkjum! "PÚÚÚÚ!!!" Ég var stödd í miðju Vökupartíi, brá mér svo við öskrin að mér varð hálf hverft við. Flýtti ég mér að finna stelpurnar og eftir smá tíma var ég búin að drekka í mig kjarkinn til að prektika fagnaðarerindi Röskvu í miðju Vökupartíi, Röskvu merkin 10 sem ég var með næld í mig, tókst mér að dreifa samviskusamlega. ýmsum taktíkum var líka beitt til að krækja í hliðholla stuðningsmenn, meðal annars drykkjukeppnir, þar sem atkvæðin skiluðu sér beint í kassann, enda undirrituð með áratugareynslu við að skola niður ölinu.
Kvöldið var hið áhugaverðasta, þrátt fyrir að illt auga og hausahristingur kæmi úr hverju horni.
- jah, hvað á maður að gera þegar maður er ÓVÆNT staddur í gini ljónsins, ég alla vega gef skít í allar skynsamlegar ákvörðunartökur!
1 Comments:
heheh ég kippti mér ekkert upp við þetta og bara fór í kosningarherferð fyrir þig esskan :) Skemmtilegt kvöld það!! :)
Skrifa ummæli
<< Home