sunnudagur, janúar 29

Gengið í gin ljónsins,

Röskva hélt þorrablót á Stúdentakjallaranum á föstudagskvöldið, útlendingunum og öðrum til mikillar gleði, því kjallarinn var troðfullur af mjög svo fjölbreytilegu fólki og skemmdum mat.
Hafði ég tekið þá skynsömu ákvörðun að halda mér nokkuð edrú, þar sem ég ætlaði að mæta eldhress í útburður Röskvublaðsins daginn eftir. Vinkonur mínar úr Homo voru á djamminu og ákvað ég að hitta þær á Hressó. Meðan ég tróð mér í gegnum fjöldann leitandi af stelpunum, furða ég mig á því hvað það var rosalega mikið af fólki úr HÍ þar, svo veit ekki af mér fyrr en ég send í miðjum Vökuframbjóðenda hóp, öll þakinn Röskvumerkjum! "PÚÚÚÚ!!!" Ég var stödd í miðju Vökupartíi, brá mér svo við öskrin að mér varð hálf hverft við. Flýtti ég mér að finna stelpurnar og eftir smá tíma var ég búin að drekka í mig kjarkinn til að prektika fagnaðarerindi Röskvu í miðju Vökupartíi, Röskvu merkin 10 sem ég var með næld í mig, tókst mér að dreifa samviskusamlega. ýmsum taktíkum var líka beitt til að krækja í hliðholla stuðningsmenn, meðal annars drykkjukeppnir, þar sem atkvæðin skiluðu sér beint í kassann, enda undirrituð með áratugareynslu við að skola niður ölinu.
Kvöldið var hið áhugaverðasta, þrátt fyrir að illt auga og hausahristingur kæmi úr hverju horni.
- jah, hvað á maður að gera þegar maður er ÓVÆNT staddur í gini ljónsins, ég alla vega gef skít í allar skynsamlegar ákvörðunartökur!

1 Comments:

At 20:30, Anonymous Nafnlaus said...

heheh ég kippti mér ekkert upp við þetta og bara fór í kosningarherferð fyrir þig esskan :) Skemmtilegt kvöld það!! :)

 

Skrifa ummæli

<< Home