sunnudagur, desember 18

Hótel Rúanda

Ákvað að taka mér smá pásu frá þessum endalausa lærdómi og leigja mér mynd. Eftir að ég gafst næstum upp að reyna að finna einhverja áhugaverða mynd í þessu Hollywoodhafi, rakst á ég Hotel Rwanda. Þarna fann ég mynd sem ég get lytið á sem námsefni, þannig minna samviskubit fyrir mig :)

En mikið rosalega hafði myndin áhrif á mig. Ég skalf, grét, var óglatt og réð mér ekki fyrir spenningi. (btw. græt ég nær aldrei yfir myndum)

Ég er að læra undir próf í Þjóðernishópum, og held ég að nú mun ég legga enn meira á mig að læra undir prófið svo ég sé betur búin að eiga í rökræðum við þann rasisma sem ríkir í þessum heimi sem við búum.

í þessu sambandi vil ég koma inn minni gagnrýni á "Hjálpum þeim" átakinu.

Ok öll aðstoð hjálpar til. En hvernig væri að gera hana af fullum metnaði. Virkilega senda skýr skilaboð, sýna réttar myndir.
Myndbandið sem gert var við endurútgáfu lagsins er vægast sagt illa unnið. Þar eru einungis sýnd börn sem er svo illa stödd að þau eru líklegast öll dáin núna eða verða fötluð ef þau lifa. Það vita allir að það eru sveltandi börn í Afríku!!!!!!!hvernig væri að segja almenningu afhverju?????
það er að segja rót vandans.
Á Íslandi ríkir málsfrelsi!! Af hverju ekki að sýna myndabrot af stóruköllunum sem eiga að stjórna þessum heimi, sem segja gera bókstaflega ekki neitt!!!Hvernig væri að sýna myndir af þeim sem espa upp aðskilnað þjóðernishópa!!! hvernig væri að sýna myndir af OKKUR, hlaupandi um búðirnar að kaupa óþarfa gjafir!

Hvernig væri að leysa rót vandans?!
Auðvitað þarf að gefa sveltandi börnum að borða, einhver hlýtur að vera ástæðan fyrir því að börnin lenda í þessum aðstæðum!?!?!???
Hvernig stendur á því að börnin og fólkið, situr og bíður dauðans á jarðskjálftasvæðunum!!
Það vita allir af þessu, þetta eru engar fréttir!! og ég sé enga ástæðu að hlífa okkar börnum við að vita hver stendur á baki að við heyrum ekki, neyðarköllum!

kannski það myndi hjálpa að tengja þetta inn í íslenska menningu svo fólk skilji "það þýðir ekkert að byrgja brunninn þegar barnið er dottið ofan í hann"!!!


Af þessu tilefni vil ég einnig benda á ritgerð Sigríðar Víðis - Eigum við að hjálpa öðrum

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home