föstudagur, desember 9

Stemming á görðunum!


Ég dag lét ég loksins verða að því að bjóða vinkonum mínum hér á görðunum í mat, Guðfinnu og Tinnu Mjöll. Þurftu þær reyndar borga fyrir matinn sinn sjálfar, þar sem ég er í miðju prófum og lét ég Hrói höttur sjá um eldamennskuna.

Þetta var ansi hressandi hittingur og mikið slúðrað um gamla sveitunga og skipt á sögum um stráka.

Þær vorum sammála mér að við búum í furðulegri blokk.
Ég skil þetta ekki!
Blokkinni minni er í kringum 250 íbúðir en samt hitti ég engann!
Það eru eru 8 þvottavélar í þvottahúsinu, samt þarf ég aldrei að bíða eftir lausri vél og þvæ yfirleitt 3 vélar í einu!
Ég fer nær daglega í 10/11 og yfirleitt er ég ein með starfsmönnunum!
hvar eru eiginlega allir? og hvar eru allir sætu strákarnir sem mér var lofað!?!

1 Comments:

At 13:35, Anonymous Nafnlaus said...

Já svona eru nútímamatarboðin hjá stúdentunum..
Já veistu þetta er e-d MJÖG dularfullt.. Ég hitti aldrei neinn hérna og ég hef búið hérna meira eða minna síðan blokkin var í byggingu :S
Hélt alltaf að ég myndi hitta manninn minn í þvottahúsinu..En það virðist ekki ætla að verða af því þar sem ég er alltaf ein þar með draugunum...
Annars hlakka ég til að gera þættina "Bitrar og einhleypar" Erum allavega komnar með nægt efni ;) hahahahaha

 

Skrifa ummæli

<< Home