miðvikudagur, nóvember 30

Life on hold, please try later

Skólinn er bara geðveiki þessa daganna!!!!
Ég er ekki búin með nema eina ritgerð, og þegar ég næ að klára heimaprófið sem ég er í núna, þarf ég að rumpa af 1. stk ritgerð fyrir laugardaginn og fara svo strax í næstu ritgerð, svo kemur próf 10. des, þá tekur við næsta ritgerð og svo seinasta prófið 20. des! btw er ég skelfileg að skrifa ritgerðir!

En eftir þetta bjálæði mega jólin koma!!
Skemmtilegt að hugsa til þess að þetta mun vera seinasti desemberinn minn sem ég verð í prófum í 18 ár!!


Ég get ekki annað en að pælt í hvar ég hefði lent ef ég fæddist karlkyns.
Fyrir rúmlega ári síðan fór ég í greindarpróf í kjölfar lesblindugreiningar. Kom í ljós að ég hafði yfirburði í verklegrigreind. Hvern fjandann er ég þá að gera í akademískunámi sem gengur út á að lesa, lesa og skrifa.
Ég á 4 bræður sem allir eru í verklegri vinnu og standa sig rosalega vel.
Afhverju er ég ekki bara á einhverju verkstæði að finna eitthvað upp og hætt þessu rugli.
Kannski of seint að skipta um núna, ekki nema ein önn eftir! og svo reyndar finnst mér sálfræðin og mannfræðin alveg ótrúlega skemmtilegt og spennandi fag! Hentar mér betur að sleppa við að þrufa skrifa allt niður sem ég læri!

3 Comments:

At 23:38, Anonymous Nafnlaus said...

Gangi þér vel elskan..Ég mun joina þér í sjálfsvorkuninni til 21. desember..óþolandi að vera alltaf í prófi síðasta prófdaginn!!
Kv.
Guðfinna

 
At 11:18, Blogger Ýrr said...

Haltu ótrauð áfram! Ef þér finnst þetta skemmtilegt, þá er bara að bíta í það súra og böggglast í gegnum helvítis ritgerðirnar (ohh, hvað ég skil þig vel).

Svo getur þú farið í snyrtifræðinám þegar þú ert búinn með B.A ;)

 
At 14:15, Blogger Ásdís said...

ég segi það... klrára þetta... læara svo eitthvað annað... sem getur verið eitthvað verklegt !!

áfram Erna

 

Skrifa ummæli

<< Home