Jörðin er ekki flöt og kynþáttur er ekki til!
Í dag kláraði ég að skrifa ritgerð um etníska minnihlutahópa. Þannig að nú ætti ég að geta átt í rökræðilegum samræðum um mál innflytjenda og frumbyggja.Svo sá ég þessar tilvitnanir á B2. Mikið innilega vona sagan eigi að setja þessar hugmyndir í sama og flokk og þegar menn héldu því fram að jörðin væri flöt.
Er ég alltaf að vera staðfastari með hverju deginum um trúleysi mitt!
3 Comments:
Það eru sorglega fáir í heiminum sem hafa átta sig á því að kynþáttur er ekki til.
Kynþáttur...veit ekki hvað það er...kannski svona veruleikaþáttur í sjónvarpinu um kynlíf? Hmmm...;)
Það versta við öll þessi komment er að þau er frá fólki í USA sem hefur töluvert fylgi fólks á bak við sig. Pat Robertson og Jerry Falwell eru stórlaxar sem og Ann Coulter og restin. Stórhættulegt fólk.
Skrifa ummæli
<< Home