miðvikudagur, nóvember 9

Í dag langar mér að tuða!

Tuð nr. 1
Ég þoli ekki að vakna á morgnanna og ég verð alltaf fyrir jafn miklum vonbrigðum þegar &*&%$ vekjaraklukkan hringir!
Afhverju er ég þá alltaf að rífa mig á fætur á morgana til að vera syfjuð allan morgunin? Þegar ég get auðveldlega bara lært lengur á kvöldin!


Tuð nr. 2
Ég þoli ekki að fara í fíluferðir!
Vaknaði of seint og þurfti því að flýta mér á fund með námsráðgjafa, þegar ég náði að mæta á slaginu eftir mikið stress, var námsráðgjafin veikur! Pirr, og ég sem þarf virkilega að tala við hann!

Tuð nr. 3
Af því ég vaknaði of seint, gat ég ekki tekið til nesti. Og því þarf ég að versla við þessa $*#*/& einokunarverslun hérna á Bókhlöðunni. Þar fæst bara vont kaffi og dýr bragðlaus matur!

Tuð nr. 4
Mér langar svo norður! Þar er allt svo einfalt, notalegt og öruggt. En ég kemst ekki fyrr en um jólin því bækurnar sem ég þarf að nota við ritgerðirnar fást bara í 3 daga láni!

Tuð nr. 5
Mér vantar bíl til umráða. Þarf að fara í apótekið en það er svo kalt og blaut að labba!

Tuð nr. 6
Ég kann ekki að skrifa heimildarritgerðir, miklu skemmtilegra að skrifa skáldsögur!

Tuð nr. 7
Það er ekki hægt að þýða hugtök á íslenski svo þau verði læsileg!

Tuð nr. 8
Ég þoli ekki fólk sem er super jákvætt þegar maður þarf að tuða!

Tuð nr. 9
Þoli ekki að þurfa alltaf að standa í því að borða. Mér fyndist alveg nóg að borða einu sinni í viku. Þá kannski myndi maður nenna að elda!

Tuð nr. 10
Ég gleymdi gemsanum mínum heima, og ég handvissum að ég hef fengið fullt af mikilvægum hringingum!

Ef einhver vill koma fleiru tuði framfæri þá endilega commentið
- ég vil líka benda á að Tuð er ekki sama og Röfl!


Annars er skemmtilegt kvöld framundann. Bauð kórstelpunum á stelpukvöld heima hjá mér, þar sem við munum úða í okkur súkkulaði, slúðra, horfa á ANTM, tala um stráka, fara í koddaslag og allt hitt sem maður á að gera á stelpukvöldum

7 Comments:

At 12:45, Blogger Ásdís said...

ég ætlaði einu sinni að stofna síðu sem hét tuð.is.. og þar átti fólk að borga fyrir að tuða... ég ætlaði að verað moldrík

 
At 13:59, Anonymous Nafnlaus said...

Takk fyrir ANTM kvöldið, svaka fínt :)

Það er í góðu lagi að tuða svolítið, suma daga þarf maður bara að tuða annars springur maður af eigin pirring :p

By the way, ég get nú alveg reddað þér í apótekið, vertu bara í bandi, anytime hon :)

 
At 14:33, Blogger Ýrr said...

Röfl 1: maður segir MIG langar.

Tuð 11. Nenniggi nenniggi nenniggi nenniggi

 
At 17:31, Anonymous Nafnlaus said...

röfl 2 (skoðist sem viðauki við röfl 1)

Mig vantar - ekki mér vantar

tuð 12

hvað er málið með Janice Dickenson?!

virðingarfyllst: heli

 
At 21:47, Blogger Erna María said...

Tuð nr. 12 hjá Hela er ógilt! það verður að Röfli nr. 3!

því hann birtir þetta sem spurningu! og kemur ekki inn á hvað er það sem hann vill tuða yfir í fari hennar.

í tuði felst að skammst út í loftið og búast ekki við miklum viðbrögðum nema kannski samþykki (svona "fussum svei" dæmi)

fínt að fá málfarsleiðréttinu, en því miður eru litlar líkur á að ég eigi eftir að muna eftir þeim þegar ég þarf að nota það næst!
ég get varla lært munin á hægri og vinstri án þess að hugsa mig lengi um!!

 
At 21:48, Blogger Erna María said...

Sandra er til dæmis með fyrirmyndar tuð! :)

 
At 21:10, Blogger Anna Sigga said...

Ég ætla að vona að þið hafið verið berar að ofan og á nærbuxunum í koddaslagnum.. annað er víst bannað hef ég heyrt!

... eða það segja alla vega þeir strákar sem ég þekki..

Ha!? Er það ekki rétt!!?

 

Skrifa ummæli

<< Home