sunnudagur, október 23

Þynnka er orðið stöðugt ástand!

Kannski það sé merki um að fara slaka aðeins á.

Það var samt alveg ótrúlega gaman í gær. Blásýra var að spila á Döbliners kl 20.00 gær, þannig fyrirpartýið hófst kl 18.00.
Á 12 tíma djammi tókst mér að:
- slátra, 1 hvítvínsflösku, 4 opal skotum, 8 bjórum
- einn bjór lenti þó í gólfinu þegar Búkolla fór að baula
- Syngja Sísí með Blásýru, með risastóra röndótta legghlíf á handleggnum
- Lenda í "slagsmálum" við Hela
- Fara í sjómann við Magga
- Dansa Swing og Cha cha cha á Celtic
- Misþyrma fótunum á mér (maður á ekki að fara á djammið í nýjum skóm!!!)
- Láta draga mig upp og niður Laugarveginn (takk Gaui og Þengill)
- Hitta ótrúlega marga sem ég hitti annars aldrei :)
- Láta ráðast á mig af brjáluðum leikurum
- Skipuleggja feluleik frá þynkupúkanum ógurlega
- Vera bjargað frá leigubílaröð dauðans ef tveimur skuggalegum unglingum

Mér gekk hins vegar ekkert svo vel að fela mig fyrir þynkunni, hún fann mig um leið og ég mætti í Neskirkju og Organistinn var að reyna að fremja morð á orgelinu

6 Comments:

At 10:31, Anonymous Nafnlaus said...

Af hverju dettur manni í hug að drekka svona mikið Erna??? Ég er ennþá þunn......

Ég sakna annars bleiku legghlífarinnar!

 
At 12:20, Anonymous Nafnlaus said...

ég ætla aaaldrei að drekka aftur...
nema kannski á grímuballinu - en þá engin skot!

 
At 22:59, Blogger Erna María said...

úff já ég er orðin algjör bytta!!! nú hittumst við á laugardagskvöldum og prjónum!

 
At 11:27, Anonymous Nafnlaus said...

Ekki algalin hugmynd! ...nema ég kann ekkert að prjóna. Gætum stofnað föndur og áhugamannafatahönnuða klúbb sem hefur það að áhugamáli að borða fína osta og vínber og hey hvað varð um Chickflick klúbbin?

Nú byrja ég að skipulegja edrúkvöld:p

 
At 11:37, Blogger Erna María said...

Telma, það tók mig ótúlega langann tíma að lesa "algalin", hehehe

 
At 21:13, Anonymous Nafnlaus said...

já heyrðu, orðið meikar meira sens þegar maður segir það heldur en á prenti

 

Skrifa ummæli

<< Home