laugardagur, október 15

Keila + bananasplitt = fullkomin blanda

Við Sandra drifum okkur í keilu í gær þar sem hún vann með 1 stigs mun eftir tvo æsispennandi leiki. Haldið var upp á sigurinn með Bananasplitti á Ís-kaffi. Skemmtilegt samt að hugsa til þess hvað ég fer í rosalegt keppnisskap nálægt Söndru. Ætli það sé ekki bara vegna gamalla skulda gegnum árin!
Vala bað mig um að koma á djammið með sér í kvöld, og samviskan leyfir mér alls ekki að hafna því. En ég veit ekki hvort það séu merki þess að ég djammi heldur of mikið þegar fyrsta sem ég hugsa þegar mér er boðið í partí erhvað ég kvíði því að vera þunn daginn eftir!

1 Comments:

At 00:21, Anonymous Nafnlaus said...

Það þýðir einungis að þú sért orðin "veteran" djammmaneskja. Það er þín skylda að leiða þeim óreyndari í gegnum ferlið.

 

Skrifa ummæli

<< Home