laugardagur, október 15

Miss big spender

Þar sem ég er hætt við að fara í heimsókn til DK ákvað ég að vera góð við sjálfan mig. Fór í klippingu og litun til Pálu vinkonu en hún er farin að vinna á hárgreiðslustofunni Senter sem Svavar Idol rekur. Verðið þar er morð en gæðin er þeim mun betri. Var mér ásamt Selmu og Jónsa boðið upp á köku og kaffi, stóllinn við vaskinn var yndislegur nuddstóll sem ég er var alvarlega að spá í að taka með mér heim! Eftir að hafa lesið öll helstu tískublöðin á meðan hárlitirnir kraumuðu á hausnum á mér fylltist ég góðærisgræðgi og fór ég í eyðsluferð í Kringluna. Hver segir svo að það sé ekki hægt að kaupa sér hamingju?!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home