Fullorðin?/fullorðin!
Núna undann farið hef ég verið í heilmikilli krísu um hvort og eða hvenær ég verð fullorðin. Sérstaklega eftir að litla frænka mín gat ómögulega tekið það gilt að ég væri orðin fullorðin og fyndist því ekkert rosalega gaman í dúkkuleik!Þegar ég var krakki taldi ég að maður yrði fullorðin þegar maður er búin að koma undir sig fótum, búin að kaupa hús, á mann og börn og komin í fasta vinnu. Mér hefur alltaf fundist ég vera unglingur, er ennþá í skóla og djamma allar helgar!
Í dag fannst hins vegar fannst mér ég vera alveg ótrúlega fullorðin, ég þurfti sem sagt að standa upp í tíma og halda litla kynningu um sjálfa mig, hvað ég er að pæla í mínu námi, hvernig loka verkefnið mitt verður, og framtíðarplön.
En ætli ég verði nokkurn tímann fullorðin, verð örugglega orðin "eldri" borgari þegar ég loksins kaupi hús og kemst í fasta vinnu.
3 Comments:
Elsku kellan mín þetta er ekki nógu gott mál.En ég held að það sé betra að vera ungur meðan maður getur það(",)Hvanær á svo að skella sér aftur norður??
ég ætla aldey að vera fullorðin!!!! heldur halda áfram að rækta í mér barnið enalaust
Að vera fullorðin er bara skilgreining sem aðrir nota sjálfan þig.
Skrifa ummæli
<< Home