mánudagur, október 10

Æfingabúið Háskólakórsins voru um helgina.
Var ég hálf róleg á föstudagskvöldinu enda ennþá þunn eftir Octoberfest á fimmtudeginum. Eftir 7 tíma æfingu á laugardeginum fóru tapparnir að skjótast af flöskunum um allt hús, eldað var Buritos handa 50 manns. Ekki leið svo á löngu enn að ættjarðarsöngvar og drykkjulög ómuðu af svo miklum ákafa að þakið af 4 hæða húsi tók að rísa, vorum við þó öll með orð Tuma kórstjóra í huga og reyndum að misþyrma ekki röddunum okkar og syngja í "skeifu". fyrir kannski utan þá sem tóku þátt í keppninum um þann sem syngur hæðst!Útlendingunum fannst þetta alveg ótrúlega merkileg samkoma, svo þeir kepptust við að taka okkur upp á videó.
eftir innvíxlu nýrra kórmeðlima og skemmtiatriði radda, ætlaði ég bjóða Siggu og Ýrr upp á eplasnafs, sem endaði svo með að ég bauð hálfum kórnum!
Fyrr en varði sveif svo gamal kunninn Rugl-andi, yfir kórinn og tókum við upp á hinu ýmsu óskynsamlegu, t.d. að taka gin í nefið!
Þegar líða fór á kvöldið fannst fólki vera tími til kominn að fara í sund, ótrúlegt hvað maður skynseminn hverfur við ákveðið magn áfengis!
Vaknaði ég svo daginn eftir með mar- og brunabletti um allan líkamann og axlarverki dauðanns. "hvernig stendur á þessu?" velti ég fyrir mér.
"Djö, helvítis hanaslagurinn!" ok það er allt í lagi svo sem að fara í hanaslag, en hafðu þá bara einn í einu á öxlinni!

3 Comments:

At 23:21, Blogger Ásdís said...

Gin í nefið klikkar ekki

 
At 15:40, Blogger Ýrr said...

hvað þá gin í eyrað.... eða koníak í augun.

Við erum soldið lasin í höfðinu, það er alveg ljóst.

 
At 00:08, Blogger Harpa Hrund said...

Tja lasin í höfðinu er kannski vægt til orða tekið en ógó skemmtó í höfðinu er líka vægt til orða tekið
VIÐ ERUM ÆÐI !!! ÚJE

 

Skrifa ummæli

<< Home