mánudagur, október 17

smá pistill

Er ég búin að vera ansi dugleg að djamma undan farið, og því er þetta allt farið að mynda ákveðnar rútínur;
mjólkurbúðin, þvotturinn þvegin, sturtann, hárblásturinn, make upið, hittingurinn, farið saman í partí, farið niður í bæ, rápað út og inn um skemmtistaðina, rölt heim þar sem gerðar eru mis áhrifaríkar tilraunir til að koma í veg fyrir þynnku morgundagsins.



Þessa helgina djammaði ég með vinkonum mínum af norðan Völu og Guðfinnu.
Eftir að Vala hafði yfirgefið okkur með draumaprinsinum ákváðum við Guðfinna að gera mannfræðirannsókn á næturlífinu.

Rannsóknin skyldi vera þátttökuathugun og vettvangurinn væri þar sem styðstu raðirnar voru.
Eftirfarandi spurningar voru það sem við vildu fá svör við:
Er einhver költ menning á Íslandi, Hvar er skemmtilegast og síðan ekki síst hvar leynast sætu single strákarnir?

Byrjuðum á afmælispartý á efri hæðinni á Sólon, þar var skemmtilegt fólk og fín tónlist. Þegar líða tók á kvöldið fór mannskapurinn af neðri hæðinni að blandast við afmælið. Eftir að við komumst að einu single karlmennirnir þar væru gamlir pervertar ákváðum við að kanna fleiri staði.

Næst var farið á Hressó, þar var skemmtilegt fólk en leiðinleg tónlist, alveg nokkrir sætir strákar og nokkuð blandaður mannskapur.

Röltum við svo upp Laugaveginn með viðkomu á Kofanum, þar var stór skemmtileg tónlist, fullt af sætum strákum, nokkuð blandaður mannskapur en allt of mikið af honum!

Fórum svo á Vegamót, létum okkur hafa það að bíða í smá stund í röð þar, enda mjög áhugaverður vettvangur. Þar var skít sæmileg tónlist, slatti af myndarlegum karlmönnum en hellingur af "lúserum". Þar var ansi mikil költ stemming og virtust aðal pæjurnar og gæjar Reykjavíkur þar saman komnir!

Næsta stopp var svo á Ara í örgi. Þar var reyndar röð, enda snillingar að spila(Raggi og Danni), sáum við allar týpur en þó aðalega Háskólalið, nokkrir sætir strákar en of mikið af “gaurum”.

Kíktum svo einn rúnt á Prikið. Var eiginlega að vonanst eftir að hitta Björk þar, en í staðinn sá ég fullt af áhugverðum strákum, tónlistin var skemmtileg en allt of mikið af fólki svo hægt væri að dansa. Sá þar alveg undarlega mikið af mannfræðinemum! Enda er Prikið svo sem þekkt fyrir að vera költ staður.

Eftir Prikið fannst okkur Guðfinnu tilvalið að bera hann saman við 11. Á leiðinni þangað komum við við á Kofanum, þar var ennþá rosa stuð, og fullt af skemmtilegu fólki.

Eftir nokkur villt dansspor héldum við áfram, en vorum þá búin að gleyma 11 og fórum því í staðinn á Celtic Cross. Þar var stoppað stutt enda of mikið af fólki þar sem við vildum ekki hitta. Við forðum okkur þá hinu megin við götuna á Hverfisbarinn.

Svo skemmtilega varð til að króksarar voru að vinna í dyrunum svo við fórum ansi hratt í gegnum röðina. Þar inni var fullt af “cool” fólki. Eftir nokkra hringi á dansgólfinu sáum við að klukkan var farin að slá fimm, og nú værum við búin að safna nóg af gögnum til að fara heim og skrifa pistil.

Vorum við Guðfinna þó sammála um að Kofinn hafi staðið upp úr. Tónlistin snilld, fullt af skemmtilegu fólki úr öllum áttum, og nokkrir sætir strákar. Ákváðum við þá að koma aðeins við á Kofanum til að staðfesta niðurstöður okkar.

3 Comments:

At 12:07, Anonymous Nafnlaus said...

Djöfull var þetta gaman hjá okkur!! ..Getum héðan í frá rambað beint á bestu staðina (besta tónlistin plús sætustu strákarnir)með þessar hávísindalegu niðurstöður í farteskinu :D

 
At 13:37, Anonymous Nafnlaus said...

Ekki það að ég sé að setja út á niðurstöður rannsóknar en þá gleymduð þið að skoða Glaumbar, Amsterdam og ofcourse Boomkikkers..Þar hefðu sko pottþétt allir sjarmarnir biðið ykkur slefandi niður á skó..en þó líklegastvegna of mikillar áfengisdrykkju og slepjulegsheits.. en þið gerið það bara næst..Verður maður ekki að skoða allar hliðar málsins? Flott kvöld hjá ykkur skvísur og Pizza King er orðin viðkomustaður mikill ,,þökk,, sé henni systur minni...:)

 
At 20:42, Anonymous Nafnlaus said...

Hvenær er von á þér elskan?

 

Skrifa ummæli

<< Home