miðvikudagur, október 26

"dæst"

það eru 57 krækjur á gluggatjöldunum við svaladyrnar hjá mér!

ég hef ekki fengið neinn tölvupóst seinustu 10 mínúturnar!

júbb, ég á til hrísgrjón (ef ég skildi ætla elda þau einhvern tímann)!

enginn hefur lagt inn óvænt upphæð í heimabankanum mínum seinustu 2 tímana!

hmmm.........................

Í augnablikinu finnst mér mun meira spennandi að taka til í geymslunni en skrifa ritgerðir!

Stundum hef ég bara enga einbeitingu! Svo er ég líka snillingur í að fresta því sem ég nenni ekki. Aðalmálið er að hafa svo mikið að gera að maður hafi ekki tíma til þess. t.d. "þarf" ég að fara í bandý á eftir og svo ANTM hitting strax eftir það, þannig ég hef barasta engan tíma til að hanga á bókhlöðunni og skrifa!

3 Comments:

At 20:39, Blogger Anna Sigga said...

skilðig!! ;)

 
At 20:41, Blogger Anna Sigga said...

hahahaha!!! Ég las þetta 57 rækjur og var svo innilega ekki að fatta! ahahhahaha!!!

 
At 20:41, Blogger Ýrr said...

hehe, ég las líka fyrst rækjur...

Bókhlaðan...er það eitthvað ofan á brauð?

 

Skrifa ummæli

<< Home